ADVEL hefur um árabil sérhæft sig í lögfræðiráðgjöf til fyrirtækja, bæði hér á lendi og erlendis. Eigendur og annað starfsfólk hafa starfað sem ráðgjafar nokkurra helstu fyrirtækja landsins, opinberra aðila og einstaklinga, auk sívaxandi fjölda erlendra viðskiptavina. Starfsmenn ADVEL búa yfir víðtækri þekkingu og markvissri sérhæfingu sem nýtist þeim vel við ráðgjöf til viðskiptavina stofunnar. Markmið okkar er að tryggja að viðskiptavinir fá ávallt aðgang að sérþekkingu starfsmanna.
Til að sinna enn betur alþjóðlegum þörfum viðskiptavina sinna er ADVEL aðili að Globalaw. Globalaw eru leiðandi samtök meðalstórra lögmannsstofa sem sérhæfa sig í fyrirtækjarétti.
ADVEL er jafnframt hluti af Vogel Global Competition Network, sem er sérhæft net af lögmannsstofum út um allan heim sem sérhæfa sig í samkeppnisrétti.
Þjónusta ADVEL lögmanna er árlega metin af Chambers and Partners og The Legal 500.
Stefna ADVEL
Við virðum hvert annað á jafnréttisgrundvelli og viljum að vinnustaðurinn sé vettvangur þar sem fólk nýtur vinnu sinnar og deilir skoðunum sínum, jákvæðum starfsanda og metnaði til að bera af. Við leggjum áherslu á að starfa sem teymi og sinnum sameiginlega hagsmunum viðskiptavina okkar. Þannig tryggjum við að sérþekking og reynsla hvers okkar fái notið sín til að ná árangri fyrir hönd viðskiptavina.
Samfélagsleg ábyrgð
ADVEL lögmenn telja afar mikilvægt að virða og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Við lítum á það sem grunnskyldu okkar að mismuna ekki starfsmönnum, viðskiptamönnum eða öðrum sem við eigum samskipti við á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, hjúskaparstöðu, barneigna, aldurs, fötlunar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti. Við leitumst við að ná þessu markmiði umfram þær skyldur sem á okkur eru lagðar með lögum og Codex ethicus, siðareglum lögmanna.
ADVEL metur að verðleikum og leggur áherslu á fjölbreyttan bakgrunn starfsmanna sinna sem búa yfir ólíkri menntun og starfsreynslu á mismunandi sviðum og löndum. Við hvetjum starfsmenn okkar til að þróast í starfi á ólíkum sviðum með því að sækja sí- og endurmenntun bæði hér á landi sem erlendis. ADVEL lítur á það sem skyldu sína að ráða reglulega laganema með ólíkan bakgrunn frá háskólum landsins í launað starfsnám eða hlutastarf til að veita þeim tækifæri til að kynnast starfsemi lögmannsstofu og auka við fjölbreytni í starfsliði stofunnar.
ADVEL leggur mikla áherslu á vellíðan starfsmanna sinna og styður þá í að ná heilbrigðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Við hvetjum starfsmenn okkar til að taka fæðingar- eða feðraorlof til að sinna stækkandi fjölskyldu og veitum foreldrum ungra barna ákveðið svigrúm þegar þeir snúa til starfa að nýju eftir orlof. Við stuðlum að heilbrigðu líferni og hreyfingu starfsmanna með ýmsu móti til að draga úr streituvaldandi áhrifum starfsins. Við lítum á jafnvægi í kynjahlutföllum starfsmanna sem ótvíræðan kost.
ADVEL er stoltur stuðningsaðili frumkvöðlastarfs í landinu í samvinnu við Icelandic Startups. Stofan hefur stutt frumkvöðlakeppnina Gulleggið með beinum fjárframlögum og auk þess stutt ýmist frumkvöðlastarf með vinnuframlagi, ráðgjöf, fyrirlestrum, dómarastörfum og endurgjaldslausri ráðgjöf fyrir einstaka frumkvöðla. Markmið stofunnar er að styðja enn betur við bakið á sprotafyrirtækjum með samningum um sambland af góðum afsláttarkjörum og endurgjaldslausri ráðgjöf. Tilgangurinn er að styðja við fjölbreytt íslenskt atvinnulíf sem skapar blómlegt samfélag í landinu. ADVEL styður jafnframt ýmis menningar- og góðgerðarmál með beinum fjárframlögum allan ársins hring.