Persónuvernd, hugverk & fjarskipti
ADVEL lögmenn veita bæði fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og aðstoð í tengslum við meðferð persónuupplýsinga og hlítingu við persónuverndarlöggjöf á hverjum tíma. Við veitum sérfræðiráðgjöf um verndun og öflun hugverkaréttinda auk þess sem við sinnum ráðgjöf á sviði fjarskiptaréttar. Tekur þjónustan m.a. til eftirfarandi sviða/verkefna:
- Heimildir til varðveislu og vinnslu persónuupplýsinga
- Kortlagning persónuupplýsinga
- Gerð og utanumhald vinnsluskrár
- Gerð vinnslusamninga
- Persónuverndarfulltrúi
- Persónuverndarstefna
- Upplýst samþykki
- Námskeið og fræðsla
- Vernd hugverkaréttinda
- Umsókn um skráningu hugverkaréttinda
- Samningsgerð um hagnýtingu og framsal hugverkaréttinda
- Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir á sviði hugverkaréttinda