ADVEL lögmenn halda áfram að styðja við Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, sem haldin verður í haust. Í vikunni undirrituðu Ragnheiður Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri ADVEL, og Edda Konráðsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins, nýjan samstarfssamning.
Stuðningur ADVEL felur í sér beint fjárframlag, auk þess sem áhersla er lögð á stuðning í formi vinnuframlags, ráðgjafar, fyrirlestra, setu í dómnefnd og endurgjaldslausri ráðgjöf fyrir einstaka frumkvöðla. Við teljum það hluta af samfélagslegri ábyrgð okkar að styðja við fjölbreytt íslenskt atvinnulíf sem skapar blómlegt samfélag í landinu og erum stolt af því að hafa stutt við bakið á keppninni frá upphafi.
Opið er fyrir umsóknir í keppnina til 12. september 2018.