Úrslit í Gullegginu 2018, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, voru kunngerð við hátíðlega athöfn laugardaginn 3. nóvember sl.
ADVEL lögmenn óska öllum topp tíu teymunum innilega til hamingju með frábæran árangur. Í 1. sæti var FLOW VR, í 2. sæti Greiði og í 3. sæti Eirium.
ADVEL lögmenn veittu teyminu Ekki banka (http://www.ekkibanka.is) aukaverðlaun sem felast í 10 klst. endurgjaldslausri lögfræðiráðgjöf hjá sérfræðingum stofunnar. Verkefnið felur í sér aðstoð við neytendur að leita bestu kjara á lána- og tryggingamarkaði. Við hlökkum til að liðsinna teyminu í þeim verkefnum sem eru fyrir höndum. Á myndinni sést Guðmundur Siemsen afhenda teyminu verðlaunin.