ADVEL lögmenn eru framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo þriðja árið í röð.
Markmið greiningar Creditinfo er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Creditinfo telur framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. ADVEL er í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningarinnar.
Við erum stolt af viðurkenningunni og þakklát viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum sem gera okkur kleift að skara fram úr.